laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hápunktar Landsmótsins

7. apríl 2015 kl. 09:55

Frá opnunarhátíð Landsmóts hestamanna 2014.

Þáttur um Landsmót hestamanna á RÚV í kvöld

Í kvöld, þriðjudagskvöldið 7. apríl, verður sýndur þáttur á RÚV um landsmót hestamanna sem fram fór á Gaddstaðaflötum við Hellu sl. sumar. Fylgst verður með hápunktum í keppni og kynbótasýningum, rætt við keppendur, starfsfólk og gesti og skyggnst bakvið tjöldin. Þátturinn hefst að loknu Kastljósi, kl. 20:05 og um umsjón og dagskrárgerð sjá þau Hulda G. Geirsdóttir og Óskar Þór Nikulásson.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá umsjónarmönnum þáttarins.