mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Happaþrenna á Grænhóli

Þórunn Eyvindsdóttir
24. nóvember 2009 kl. 10:12

Þrjár kjarnakonur við tamningar

Það eru engar smákerlingar sem eru við tamningar á Grænhóli í Ölfusi, enda mikið undir og markmiðin háleit.

Bylgja Gauksdóttir og Þórdís Erla Gunnarsdóttir hafa unnið á Grænhóli um nokkurt skeið (Þórdís er ein af fjölskyldunni á bænum). Og nú hefur bæst við Artemisa (Misa) Bertus frá Hollandi, en hún hefur búið á Íslandi í allmörg ár.

Allar hafa þær stöllur lokið námi á Hólaskóla og taka virkan þátt í sýningum og keppni. Bylgja og Þórdís Erla hafa til dæmis báðar tekið þátt í Meistaradeild VÍS, og Misa hefur unnið sér rétt til þátttöku í deildinni í vetur.

Það verður vafalítið spennandi að fylgjast með þessari „happaþrennu“ á næsta ári. Ekkert er þeim að vanbúnaði. Aðstaða til tamninga og þjálfunar á Grænhóli er frábær; ný reiðhöll og hringvöllur, og útreiðaleiðir í Ölfusi eru með þeim bestu á landinu. Og svo er væntanlega eitthvað af þokkalegum efniviði í hesthúsinu að moða úr!