þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hans Þór með góðan hestakost

2. júní 2014 kl. 13:00

Hans Þór Hilmarsson starfaði á hestasýningu Fákasels í vetur.

Bindur vonir við Söru.

Tamningamaðurinn Hans Þór Hilmarsson hefur í nógu að snúast nú í aðdraganda Landmóts. Hann gaf sér þó tíma til að setjast niður með blaðamanni Eiðfaxa og er í viðtali í 5. tölublaði.

Af eftirminnilegustu hrossum sem hann hefur kynnst þá er hann fljótur til svara og nefnir strax Lukku [frá Stóra-Vatnsgarði]. „Hún stendur upp úr og ég er svo heppinn að vera með tvö afkvæmi hennar í þjálfun núna. Það er Lukku-Láki Álfssonur og fjögurra vetra hryssa undan Orra sem ég á sjálfur og Sara heitir. Hún verður sýnd í vor og bind ég talsverðar vonir við hana,“ segir Hans og bætir við að hestakosturinn í vetur hafi verið góður.

Fyrir utan fyrrnefnd hross segir Hans stefna með Síbíl frá Torfastöðum í kynbótadóm og keppni í framhaldinu, með Tígulás frá Marteinstungu í fimmgang og Kiljan frá Steinnesi í A-flokk gæðinga, en Hans er með mjög álitlegan fjögurra vetra fola undan honum í þjálfun.

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.