sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hann var mikill frumkvöðull á sviði hrossaræktar og hestamennsku.

13. maí 2013 kl. 20:48

Gunnar Bjarnason

Hann var mikill frumkvöðull á sviði hrossaræktar og hestamennsku.

„Líf mitt hefur verið stórkostlegt ævintýri. Ég á ekki við að alltaf hafi verið logn og blíða. Ég hef fengið minn skammt af mótlæti og sárum vonbrigðum. Oftar en einu sinni virtist mér meira að segja allur lífsgrundvöllur minn hruninn og ekkert nema myrkur fram undan. Ég þekki því örvæntinguna og tárin og volæðið ekkert síður en margir aðrir. En mér hefur hlotnast sú einstaka gæfa að sjá draum lífs míns rætast. Og það er ekki lítið að gleðjast yfir.

Hér sit ég á rassinum, áttræður karlhlunkur, stirður og úthaldslítill, svo kalkaður að ég man jafnvel ekki nöfnin á prýðisgóðum vinum mínum fyrr á ævinni þó að ég sjái þá ljóslifandi fyrir mér. Blöðruhálskirtillinn fokinn, annað eistað fór sömu leið fyrir skömmu og sum hin líffærin eru meira og minna biluð eða á síðasta snúningi. Ég má þola hvimleiðar ellikvaliðr og stöðugt lystarleysi. En ég held samt gleðinni yfir því sem lífið hefur veitt mér. Stundurm er ég meira að segja svo hress og uppljómaður að ég gleymi alveg því óláni að skrokkurinn er ekki eins sprækur og forðum.

Hlutverk mitt í lífinu var að bjarga frá úrkynjun og niðurlægingu einhverri dásamlegustu dýrategund sem guð hefur skapað eða forða henna frá útrýmingu.”

 

Þessar skemmtilegu lýsingar Gunnars Bjarnasonar og meira til má finna í bókinni Kóngur um stund eftir Örnólf Árnason.

Kóngur um stund. Gunnar Bjarnason - Ævi og starf eftir Örnólf Árnason.

 

 

 

birna.eidfaxi