miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Handhafar æðstu viðurkenningar

odinn@eidfaxi.is
22. nóvember 2013 kl. 16:18

Þetta er síðasta myndin sem tekin var af Kröflu undir manni. Tvö afkvæmi hennar stóðu efst, hvort í sínum flokki, á LM2002 á Vindheimamelum, Samba 4 vetra og Keilir 8 vetra. Á myndinni eru Gunnar Jóhannsson, Vigdís Þórarinsdóttir, Sólveig Stefánsdóttir, Vignir Jónasson, situr Keili, Jóhann Þorsteinsson, situr Kröflu, Erlingur Erlingsson situr Sömbu, Vilberg Skúlason og Guðlaug Skúladóttir. Mynd/Jens Einarsson

Um verðlaunaafhendingar

Glettubikarinn er kenndur við gæðingshryssuna Glettu frá Laugarnesi og hefur verið veittur allt frá árinu 1962 en þá hlaut Gletta bikarinn 24 vetra gömul.

Bikarinn er veittur efstu heiðursverðlaunahryssu hvers árs en eins og fram hefur komið hér á vefnum hlaut Nóta frá Stóra-Ási bikarinn í ár.

Hér fyrir neðan er listi yfir þær hryssur sem hlotið hafa Glettubikarinn frá upphafi:

Gletta Laugarnesi 1962

Gletta Laugarnesi 1966

Skeifa Kirkjubæ 1970

Síða Sauðárkróki 1974

Fjöður Tungufelli 1978

Hrafnhetta Sauðárkróki 1982

Hrafnhetta Sauðárkróki 1986

Hrund Keldudal 1990

Nótt Kröggólfsstöðum 1994

Krafla Sauðárkróki 1998

Þrá Hólum 2000

Þrenna Hólum 2002

Þóra Hólum 2004

Vigdís Feti 2006

Löpp Hvammi 2007

Þerna Arnarhóli 2009

Þilja Hólum 2010

Gígja Auðsholtshjáleigu 2011

Þoka Hólum 2012

Nóta frá Stóra-Asi 2013