laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Handbók hrossaræktandans

30. apríl 2015 kl. 17:00

Vilmundur frá Feti prýðir forsíðu Stóðhestablaðs Eiðfaxa 2015.

Heiðursverðlaunastóðhesturinn Vilmundur frá Feti prýðir forsíðu Stóðhestablaðs Eiðfaxa 2015.

Fjórða tölublað Eiðfaxa er helgað stóðhestum. Í blaðinu kennir ýmissa grasa. Þar er rifjuð upp saga Höfða-Gusts 923 frá Sauðárkróki. Hrossaræktandinn John Siiger Hansen í Guldbæk er í viðtali og hrossaræktendur í Eyjafirði eru heimsóttir.

Í blaðinu má nálgast yfirlit yfir efstu kynbótahross ársins 2014. Þá má glugga í áhugaverða tölfræði og kynbótamatið. Þá hafa áskrifendur við höndina ýmsar handhægar upplýsingar sem vert er að gefa gaum í kringum kynbótasýningar og stóðhestahald.

Forsíðu Stóðhestablaðs Eiðfaxa að þessu sinni prýðir Sleipnisbikarhafinn 2014. Vilmundur frá Feti, með klettadranga í bakgrunn. Að vanda er það Gígja Dögg Einarsdóttir, verðlaunaljósmyndari okkar, sem sá um myndatöku gæðingsins.

Stóðhestablað Eiðfaxa, 4. tbl, kemur út í næstu viku. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is