þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hamur frá Hólabaki

19. júlí 2019 kl. 08:00

Hamur frá Hólabaki og Tryggvi Björnsson

Fulltrúi Íslands í flokki fimm vetra stóðhesta

 

 

Nú á sama tíma og landslið Íslands var kynnt til sögunnar var sagt frá því hvaða kynbótahross fara fyrir Íslandshönd á heimsleikanna. Ekki næst alltaf að senda út hæst dæmdu hrossin í hverjum flokki þar sem eigendur þeirra eru ekki tilbúnir að senda þau úr landi, þar sem þau hafa mikið gildi sem kynbótagripir, og eða þá að sala á þeim sé ekki örugg. Fáir þora að taka áhættuna á því að fara erlendis með óselda gripi.

Það er þó mikilvægt að við sendum á heimsleikana góða gripi í kynbótasýningar. Eiðfaxi ætlar að fjalla um öll þau hross sem við sendum til kynbótadóms.

Í flokki fimm vetra stóðhesta er það Hamur frá Hólabaki sem er fulltrúi Íslands. Ræktandi hans Björn Magnússon en eigendur eru Tryggvi Björnsson og Stald Ulbæk. Tryggvi Björnsson er einnig knapi á honum.

Hamur er undan Hersi frá Lambanesi og Heiðdísi frá Hólabaki. Hersir þekkja margir en hann er undan Forseta frá Vorsabæ II og Eldingu frá Lambanesi, sló hann fyrst í gegn á fjórðungsmóti á Kaldármelum 2013 þá fjögurra vetra gamall.  Móði Hams, Heiðdís, er undan Rökkva frá Hárlaugsstöðum og Dreyru frá Hólabaki. Heiðdís er 1.verðlauna klárhryssa með m.a. 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið og samræmi. Hamur er eina sýnda afkvæmi hennar. Afkvæmi hennar eru 7 og einungis þrjú komin á tamningaraldur.

Hamur var sýndur hér á Íslandi fjögurra vetra gamall af Agnari Þór Magnússyni áður en hann var fluttur til Danmerkur síðastliðið haust. Hamur hlaut strax 1.verðlaun, þá sýndur sem klárhestur og hlaut m.a. 9,0 fyrir tölt.

Hæstan dóm hlaut Hamur hins vegar á sýningu í vor þá sýndur af Tryggva Björnssyni sem hefur séð um þjálfun hans. Hlaut hann þá fyrir sköpulag 8,39 þar sem hæst ber einkunnin 9,0 fyrir hófa. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,55 m.a. 9 fyrir tölt og vilja og geðslag. Í Aðaleinkunn 8,49

Það verður spennandi að sjá þá félaga Ham og Tryggva á Heimsmeistaramótinu í Berlín

 

 

Sköpulag

 

Höfuð

8.5

Skarpt/þurrt - Fínleg eyru

Háls/herðar/bógar

8.5

Reistur - Mjúkur - Skásettir bógar

Bak og lend

8

Vöðvafyllt bak - Gróf lend

Samræmi

8.5

Hlutfallarétt - Sívalvaxið

Fótagerð

7.5

Rétt fótstaða - Grannar sinar

Réttleiki

8.5

Afturf.: Réttir

Hófar

9

Efnisþykkir - Þykkir hælar - Hvelfdur botn

Prúðleiki

8.5

Sköpulag

8.39

Kostir

 

Tölt

9

Taktgott - Há fótlyfta - Mikið framgrip - Mjúkt

Brokk

8.5

Skrefmikið

Skeið

8

Öruggt

Stökk

8.5

Takthreint

Vilji og geðslag

9

Ásækni - Þjálni - Vakandi

Fegurð í reið

8.5

Mikill fótaburður

Fet

7.5

Hæfileikar

8.55

Hægt tölt

8

Hægt stökk

8

 

 

 

 

Aðaleinkunn

8.49