fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hamagangur í öskjunni

29. júní 2011 kl. 22:24

Hamagangur í öskjunni

Mikið fjör var á gæðingavellinum í kvöld í síðasta dagskrálið dagsins þegar fyrri umferð 150 metra og 250 metra skeiðkeppna fór fram. Keppendur hlupu tvo spretti hver, en seinni tveir sprettirnir verða síðan farnir annað kvöld.

Hrossin voru greinilega í miklu stuði eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, en Funi frá Hofi, sem keppti í 250 metra skeiði, var ekki par hrifinn af því að vera settur í startbásinn.