fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hallveig ráðin í hlutastarf

3. febrúar 2015 kl. 14:52

Félag hrossabænda

Starfsmönnum fjölgar hjá Félagi hrossabænda.

Hallveig Fróðadóttir hefur verið ráðin í hlutastarf hjá Félagi hrossabænda og er hún þegar tekin til starfa. Eins og flestir hestamenn vita þá hefur Hallveig starfað  um langt árabil hjá Bændasamtökum Íslands einkum á sviði hestatengdra  verkefna. Á  tímabili vann hún með beinum hætti fyrir Félag hrossabænda  er því öllum helstu hnútum kunnug varðandi verkefni Félags hrossabænda. 

Skrifstofa Félags hrossabænda er eins og kunnugt er í Bændahöllinni við Hagatorg og verður regluleg viðvera á henni fyrir hádegi þriðjudaga og fimmtudaga en alltaf er hægt að senda fyrirspurnir og erindi í  tölvupósti  á netfangið fhb@fhb.is .