miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hallarekstur á Hólaskóla

5. október 2011 kl. 09:54

Háskólinn á Hólum á í miklum rekstrarvanda samkvæmt frétt RÚV.

Í fyrradag sagði Hestablaðið frá því að staða rektors á Hólaskóla væri laus til umsóknar og að það gæti haft áhrif á framtíð hestabrautarinnar hver tæki við stöðunni.

Samkvæmt fréttum RÚV í gærkvöldi er starf rektors ekki mjög eftirsóknarvert. Samkvæmt fréttinni hefur skólinn farið um 200 milljónir fram úr heimildum árin 2008 til 2010, á sama tíma og skipaður fjárhaldsmaður hafði eftirlit með rekstri og endurskipulagningu fjármála skólans, sem höfðu farið úr böndum. Í árslok 2010 var skuld skólans við ríkið 177 milljónir. Skúli Skúlason, rektor, sagði í viðtali við RÚV að ástæða væri til að skoða þessar tölur og mátti skilja á honum að hann teldi þær ekki réttar. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um fjármál skólans. Sjá frétt RÚV HÉR.