mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Haldið í hefðir"

14. júlí 2016 kl. 19:36

Bo Hansen er framkvæmdarstjóri WorldToelt og nú er hann að byrja með nýtt mót Euromótið.

Nýtt Euromót haldið í Herning í byrjun september.

Gæðingakeppnin, Euromót, verður haldin 2.-4. september í Herning, Danmörku í fyrsta skiptið. Það eru hestamannafélagið Náttfari og ræktunarbúið Stutteri Katulabo sem standa að keppninni en ákveðið var að halda gæðingakeppni til að auka áhugan í Evrópu.

Euromótið verður þar sem hefðir munu mæta frábærum hrossum og knöpum en þar verður keppt í hefðbundnum gæðingakeppnis flokkum ásamt tölti and skeiði. 

"Sögulega séð, höfum við einblínt meira á íþróttamót í Evrópu en á Íslandi þá er gæðingakeppnini mun vinsælli," segir Bo Hansen, eigandi Stutteri Katulabo. "Venjulega sérðu gæðingakeppnina fara fram á hringvelli eins og það er gert í öðrum íþróttakeppnum en á Euromótinu verður haldið í hefðir og verður því keppt á beinni braut, eins og var gert í upphafi gæðingakeppninnar á Íslandi," segir Bo Hansen. "Auðvitað hefur keppnin og hestarnir þróast mikið síðan þá en það er gott að halda í hefðir og fókusa á það sem gæðingakeppnin er þekkt fyrir. Hraða, vilja og kraft á gangtegundum. Einnig sýnir þetta greinilegan mun á íþrótta- og gæðingakeppni," bætir Bo við. 

Það verður keppt í hefðbundnum flokkum, barna,- unglinga,- ungmenna,- b,- og A flokki en einnig verður keppt í tölti T1 og slaktaumatölti T2 og skeiði, P1, P2, P3 og gæðingaskeiði. 

Skráning verður opin þar til 15. júlí á sporti.dk. Til að sjá frekari upplýsingar um þátttökuleyfi er hægt að skoða vefsíðuna www.euromot.dk. Hægt verður að kaupa miða á keppnina 1. ágúst 2016, en boðið verður upp á helgarpassa á forsölu verði.