sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hákon til Mette Mannseth

19. desember 2011 kl. 13:18

Hákon frá Ragnheiðarstöðum, knapi Erlingur Erlingsson.

Erlingur Erlingsson fluttur til útlanda

Hákon frá Ragnheiðarstöðum, sem nú er á 5. vetur, er kominn í þjálfun til Mette Mannseth á Þúfum í Skagafirði.

Erlingur Erlingsson, sem tamdi hestinn í fyrra, tilkynnti stjórn félagsins fyrir nokkru að hann hyggðist ekki þjálfa hross á Íslandi í vetur vegna búferlaflutninga til útlanda. Í kjölfarið var haft samband við Mettu sem hefur tekið Hákon að sér.

Hákon er undan Álfi frá Selfossi og Hátíð frá Úlfsstöðum í Skagafirði, sem eru úrval í röðum töltara, bæði hvað gangtegundina  varðar, og ekki síður geðslagið og viljann. Bæði voru úröku góð strax fjögra vetra. Erlingur tamdi og sýndi þau bæði.