sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Háir dómar á Héraðssýningu á Vindheimamelum - MYNDIR

6. júní 2011 kl. 16:49

Háir dómar á Héraðssýningu á Vindheimamelum - MYNDIR

Héraðssýning fór fram á Vindheimamelum í síðustu viku. 203 hross voru skráð til dóms og hlutu 31 hross einkunnarlágmörk fyrir Landsmót.

Hæfileikasprengjan Þóra frá Prestbæ hlaut hæstu aðaleinkunn sýningarinnar, 8,75. Hlaut hún 8,31 fyrir sköpulag og stórkostlega 9,03 fyrir hæfileika. Þar af fékk hún einkunnina 9,5 fyrir brokk, skeið, vilja og geðslag og 9 fyrir tölt. Reiknast þessi árangur sem 6. hæsti dómur sem hefur verið gefin í flokki hryssa 7 vetra og eldri. Þóra er Orradóttir og er elsta afkvæmi Þoku frá Hólum sem hlaut sjálf glæsilegan dóm á Landmóti 2002, einkunnina 8,64 bæði fyrir sköpulag og hæfileika. Hafa fjögur af sjö afkvæmum Þoku farið fyrir dóm og hafa þau öll hlotið yfir 8 í aðaleinkunn, m.a. hlaut Þrönn undan Þoku og Gusti frá Hóli aðaleinkunnina 8,19 og 3. sæti í flokki 5 vetra hryssa. Binda má nokkrar vonir við þrjú yngstu afkvæmin, enda tvö þeirra alsystkini Þóru undan Orra og það þriðja er Álfssonur.

Fleiri hross hlutu risadóma á Vindheimamelum. Efstur í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri var Seiður frá Flugumýri II sem fékk einkunnina 8,59 fyrir sköpulag og 8,76 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,69. Þar af fékk hann einkunnina 9 fyrir háls, herðar og bóga, samræmi, prúðleika, brokk, skeið, stökk og vilja og geðslag. Aðeins einni kommu neðar var Háttur frá Þúfum. Hann hlaut 8,61 fyrir sköpulag og 8,73 fyrir hæfileika. Þar af fékk hann einkunnina 9 fyrir höfuð, samræmi og hófa, tölt, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Þá fékk bróðir hans, Hnokki, 8,42 í aðaleinkunn, 8,2 fyrir sköpulag og 8,56 fyrir hæfileika.

Eftirfarandi hross hlutu efstu aðaleinkunnir í hverjum flokk:

 
Stóðhestar 7 vetra og eldri:
1.
IS2004158629 Seiður frá Flugumýri II
F.: IS1998187045 - Klettur frá Hvammi
M.: IS1994258629 - Sif frá Flugumýri II
Sköpulag: 8,59
Hæfileikar: 8,76
Aðaleinkunn: 8,69
 
2.
IS2002158466 Háttur frá Þúfum
F.: IS1992186060 - Eiður frá Oddhóli
M.: IS1989236512 - Lygna frá Stangarholti
Sköpulag: 8,61
Hæfileikar: 8,73
Aðaleinkunn: 8,68
 
3.
IS2003158162 Hnokki frá Þúfum
F.: IS1995135993 - Hróður frá Refsstöðum
M.: IS1989236512 - Lygna frá Stangarholti
Sköpulag: 8,20
Hæfileikar: 8,56
Aðaleinkunn: 8,42
 
 
Stóðhestar 6 vetra
 
1.
IS2005125038 Blysfari frá Fremra-Hálsi
F.: IS2001137637 - Arður frá Brautarholti
M.: IS1996225038 - Frigg frá Fremra-Hálsi
Sköpulag: 8,08
Hæfileikar: 8,77
Aðaleinkunn: 8,49
 
2.
IS2005158629 Segull frá Flugumýri II
F.: IS2001185028 - Víðir frá Prestsbakka
M.: IS1994258629 - Sif frá Flugumýri II
Sköpulag: 8,13
Hæfileikar: 8,51
Aðaleinkunn: 8,36
 
3.
IS2005135936 Trymbill frá Stóra-Ási
F.: IS1997158430 - Þokki frá Kýrholti
M.:  IS1996235936 - Nóta frá Stóra-Ási
Sköpulag: 7,79
Hæfileikar: 8,71
Aðaleinkunn: 8,34
 
 
Stóðhestar 5 vetra
 
1.
IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II
F.: IS1995165864 - Kraftur frá Bringu
M.: IS1992258600 - Hending frá Flugumýri
Sköpulag: 8,28
Hæfileikar: 8,44
Aðaleinkunn: 8,37
 
2.
IS2006166420 Djákni frá Hellulandi
F.: IS1997158469 - Hágangur frá Narfastöðum
M.: IS1997266423 - Myrká frá Hellulandi
Sköpulag: 8,14
Hæfileikar: 8,48
Aðaleinkunn: 8,35
 
3.
IS2006155652 Sveipur frá Áslandi
F.: IS1994166620 - Huginn frá Haga I
M.: IS1994265810 - Þrenna frá Þverá, Skíðadal
Sköpulag: 8,31
Hæfileikar: 8,11
Aðaleinkunn: 8,19
 
 
Stóðhestar 4 vetra
 
1.
IS2007166206 Eldur frá Torfunesi
F.: IS2002166211 - Máttur frá Torfunesi
M.: IS2003266201 - Elding frá Torfunesi
Sköpulag: 8,46
Hæfileikar: 8,30
Aðaleinkunn: 8,37
 
2.
IS2007156418 Viti frá Kagaðarhóli
F.: IS1993156910 - Smári frá Skagaströnd
M.: IS1993265645 - Ópera frá Dvergsstöðum
Sköpulag: 8,05
Hæfileikar: 8,00
Aðaleinkunn: 8,02
 
3.
IS2007155501 Morgunroði frá Gauksmýri
F.: IS1992155490 - Roði frá Múla
M.: IS1998255482 - Svikamylla frá Gauksmýri
Sköpulag: 8,39
Hæfileikar: 7,46
Aðaleinkunn: 7,83
 
 
Hryssur 7 vetra og eldri:
1.
IS2003201166 Þóra frá Prestsbæ
F.: IS1986186055 - Orri frá Þúfu
M.: IS1993258300 - Þoka frá Hólum
Sköpulag: 8,31
Hæfileikar: 9,03
Aðaleinkunn: 8,75
 
2.
IS2004258301 Þrift frá Hólum
F.: IS1993186930 - Adam frá Ásmundarstöðum
M.: IS1985257801 - Þrenna frá Hólum
Sköpulag: 8,81
Hæfileikar: 8,50
Aðaleinkunn: 8,62
 
3.
IS2002256258 Djásn frá Hnjúki
F.: IS1997158300 - Þorvar frá Hólum
M.:  IS1989256258 - Folda frá Hnjúki
Sköpulag: 8,23
Hæfileikar: 8,72
Aðaleinkunn: 8,52
 
 
Hryssur 6 vetra
 
1.
IS2005257310 Hreyfing frá Glæsibæ
F.: IS1993156910 - Smári frá Skagaströnd
M.: IS1984257050 - Héla frá Glæsibæ
Sköpulag: 8,16
Hæfileikar: 8,43
Aðaleinkunn: 8,32
 
2.
IS2005255410 Kara frá Grafarkoti
F.: IS1996156290 - Gammur frá Steinnesi
M.: IS1987255412 - Klassík frá Grafarkoti
Sköpulag: 8,40
Hæfileikar: 8,11
Aðaleinkunn: 8,23
 
3.
IS2005255052 Hula frá Efri-Fitjum
F.: IS1986186055 - Orri frá Þúfu
M.: IS1997265619 - Blika frá Garði
Sköpulag: 8,08
Hæfileikar: 8,23
Aðaleinkunn: 8,17
 
 
Hryssur 5 vetra
 
1.
IS2006258644 Frásögn frá Dýrfinnustöðum
F.: IS2003186102 - Ísak frá Kirkjubæ
M.: IS1995257630 - Sögn frá Fjalli
Sköpulag: 8,68
Hæfileikar: 8,01
Aðaleinkunn: 8,28
 
2.
IS2006235698 Unun frá Vatnshömrum
F.: IS1998184713 - Aron frá Strandarhöfði
M.: IS1998235698 - Iða frá Vatnshömrum
Sköpulag: 8,16
Hæfileikar: 8,23
Aðaleinkunn: 8,20
 
3.
IS2006201166 Þrönn frá Prestsbæ
F.: IS1988165895 - Gustur frá Hóli
M.: IS1993258300 - Þoka frá Hólum
Sköpulag: 8,04
Hæfileikar: 8,30
Aðaleinkunn: 8,19
 
 
Hryssur 4 vetra
 
1.
IS2007264490 Kolka frá Efri-Rauðalæk
F.: IS2001186915 - Vilmundur frá Feti
M.: IS1994265490 - Drottning frá Efri-Rauðalæk
Sköpulag: 8,21
Hæfileikar: 7,89
Aðaleinkunn: 8,02
 
2.
IS2007255494 Logadís frá Múla
F.: IS1992155490 - Roði frá Múla
M.: IS1997255472 - Frostrós frá Þóreyjarnúpi
Sköpulag: 7,83
Hæfileikar: 7,88
Aðaleinkunn: 7,86
 
3.
IS2007256470 Eydís frá Hæli
F.: IS2001135613 - Glymur frá Innri-Skeljabrekku
M.: IS1995256480 - Dáð frá Blönduósi
Sköpulag: 7,99
Hæfileikar: 7,74
Aðaleinkunn: 7,84