mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hagyrðingar og aðrir velunnarar kveðskapar athugið

17. mars 2011 kl. 14:37

Hagyrðingar og aðrir velunnarar kveðskapar athugið

Hagyrðingakvöld verður haldið í anddyri Rangárhallarinar á Hellu, föstudagskvöldið 18. mars í tengslum við stóðhestaveislu Rangárhallarinnar.

“Þjóðþekktir hagyrðingar mæta þar til að kveða vísur og annað skemmtilegt. Þeir sem mæta verða Pétur læknir, Jóhannes frá Gunnarsstöðum, Reynir Hjartarson ásamt fleirum. Stjórnandi verður Magnús Halldórsson Hvolsvelli. Allir þeir sem gaman hafa af kveðskap ættu ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara. Hefst skemmtunin kl. 20 og er miðaverði stillt í hóf eða 1500 kr á mann og frítt fyrir 12 ára og yngri,” segir í tilkynningu frá Rangárhöllinni.