miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hagsmunaaðilar taka höndum saman

29. maí 2015 kl. 18:00

Sá eiginleiki sem skiptir mestu máli að mati þátttakenda er geðslag hestsins. Spuni frá Vesturkoti, sem hér fær sér sopa við Skógarfoss, er eitt þeirra hrossa sem hefur hlotið 10 fyrir vilja og geðslag.

Styrkja á ímynd íslenska hestsins á alþjóðavettvangi

Markaðsverkefni hefur verið hrundið af stað í markaðssetningu íslenska hestsins.  Markmiðið er að styrkja ímynd íslenska hestins.  Áherslan verður á verðmætasköpun og gjaldeyrisaukningu tengda greininni. Fjallað er um markaðsátakið í 5. tbl. Eiðfaxa.

Þar er m.a. rætt við Rúnar Þór Guðbrandsson, sem er í verkefnastjórn átaksins. „Hestur sem fær háa einkunn fyrir vilja og geðslag gæti hugsanlega verið með hálfgerðann spennuvilja á meðan hestur sem fær 8 er ofboðslega þjáll og sáttur.“ Rúnar segir stærsta markhópinn vera að leita eftir  öruggum og þjálum hestum en þeir séu ekki á hverju strái og að það þurfi að leggja meiri áherslu á þannig vilja.

Grein þessa má nálgast í 5. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.