fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hágangur kemur sterkur inn - video

9. júní 2011 kl. 17:20

Hágangur kemur sterkur inn - video

Hágangur frá Narfastöðum á nú sjö afkvæmi sem náð hafa einkunnarlágmörkum inn á Landsmót. Tvö þeirra, snyrtilegar 5 vetra merar, komu fram á yfirlitssýningunni á Sörlastöðum í maí sl.

Gifting frá Hofi I er alhliðahryssa undan Hágangi og Ófeigsdótturinni Vöku frá Hofi. Hlaut hún í aðaleinkunn 8,13, fyrir sköpulag 7,91 og fyrir hæfileika 8,28, þar af 8,5 fyri fótagerð, fegurð í reið, vilja og geðslag, stökk og skeið.

Úr ræktun Kirkjubæjar kemur fram klárhryssani Ísafold. Hún er undan Hágang og Lilju frá Kirkjubæ sem Daníel Jónsson sýndi á Landsmóti á Hellu 2004. Ísafold hlaut aðaleinkunnina 8,11, fyrir sköpulag 7,99 og 8,19 fyrir hæfileika. Hún hlaut einkunnina 9 fyrir höfuð, tölt, brokk og fegurð í reið. Ísafold ber sterk merki Kirkjubæjar, er rauðblesótt og fríð og er enn ein fjöður í hatt Kirkjubæjarræktunar. Auk Ísafoldar var 4 vetra stóðhestur, Sjóður frá Kirkjubær, efstur í flokki 4 vetra stóðhesta.

Meðfylgjandi er myndskeið af Ísafold og Gifting frá yfirlitssýningunni að Sörlastöðum í maí síðastliðnum.

 

IS2006286105 Ísafold frá Kirkjubæ
Örmerki: 352098100013116
Litur: 1550 Rauður/milli- blesótt
Ræktandi: Kirkjubæjarbúið sf
Eigandi: Kirkjubæjarbúið sf
F.: IS1997158469 Hágangur frá Narfastöðum
Ff.: IS1989158501 Glampi frá Vatnsleysu
Fm.: IS1991286591 Hera frá Herríðarhóli
M.: IS1998286101 Lilja frá Kirkjubæ
Mf.: IS1990188176 Hrynjandi frá Hrepphólum
Mm.: IS1990286106 Leista frá Kirkjubæ
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning Sörlastöðum
Mál (cm): 139 - 137 - 64 - 142 - 27,0 - 17,0
Hófa mál: V.fr.: 8,0 - V.a.: 7,5
Sköpulag: 9,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 7,0 - 7,5 = 7,99
Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 5,0 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,5 = 8,19
Aðaleinkunn: 8,11      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Eva Dyröy
 
IS2006277791 Gifting frá Hofi I
Örmerki: 352206000042050
Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt
Ræktandi: Þorlákur Örn Bergsson
Eigandi: Þorlákur Örn Bergsson
F.: IS1997158469 Hágangur frá Narfastöðum
Ff.: IS1989158501 Glampi frá Vatnsleysu
Fm.: IS1991286591 Hera frá Herríðarhóli
M.: IS1999277798 Vaka frá Hofi I
Mf.: IS1974158602 Ófeigur frá Flugumýri
Mm.: IS1993277786 Gifting frá Hofi I
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning Sörlastöðum
Mál (cm): 138 - 135 - 64 - 142 - 28,0 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 8,4 - V.a.: 7,7
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 7,5 - 7,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 = 7,91
Hæfileikar: 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,28
Aðaleinkunn: 8,13      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Daníel Jónsson