miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hagaljómi óskast í Hross

10. ágúst 2012 kl. 09:05

Benedikt Erlingsson er alveg að fara á límingunum, vantar svo gráa hryssu - strax!

Benedikt Erlingsson leitar dauðleit að grárri hryssu til að leika aðalhlutverk í kvikmynd sinni

Viltu gera gráu merina þína að kvikmyndastjörnu?

Við auglýsum eftir grárri hryssu til að leika mjög mikilvægt hlutverk í kvikmyndinni Hross, eftir Benedikt Erlingsson, til leigu eða láns. Merin yrði leidd undir Gamm frá Hemlu þann 27.ágúst. Skilyrði eru að hún sé hvít eða grá og reiðfær. Peningar eru í boði fyrir eiganda og hugsanlegt fyl. Myndir sendist á "hross.adstod@gmail.com". Við þurfum skjót svör!

Kær kveðja, Benedikt Erlingsson og félagar.