miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafsteinsstaðir sigra

9. júlí 2016 kl. 10:52

Hafsteinsstaðir unnu símakosninguna Mynd: Henk Peterse

Frábær hestakostur í sýningum ræktunarbúa.

Á föstudagskvöldi nýliðinnar landsmótshelgar á Hólum var á dagskrá glæsileg sýning ræktunarbúa.  Það voru alls 10 bú sem tóku þátt í í ræktunarbússýningunni, en það voru eftirtalin bú. Smellið á nafn þeirra til að sjá nánari upplýsingar:

Hestakostur þessara ræktunarbúa var hver öðrum glæsilegri og áhorfendabrekkan  var eitt  ánægjubros með aðdáun í augum þegar hver gæðingurinn á fætur öðrum fór um brautina.  Gaman var  að sjá mismunandi uppsetningu í sýningunni milli búanna svo og áherslur í ræktun hrossanna.

Áhorfendur fengu  að velja sitt uppáhaldsbú með símakosningu.  Það bú sem hlutskarpast varð í kosningunni voru Hafsteinsstaðir, en þetta var í 4. sinn sem Hafsteinsstaðir vinna í ræktunarbússýningu.

Á laugardagskvöldinu mætti svo sigurbúið aftur í braut ásamt hrossaræktarbúi ársins 2015, Gangmyllan (Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar)  og tóku gæðingana til kostanna sem aldrei fyrr.

Forsvarsmönnum ræktunarbúanna og knöpum þeirra eru færðar bestu þakkir fyrir sitt góða framlag og fyrirhöfnina við að undirbúa og koma með hross á ræktunarbússýninguna. Einni ræktunarbússýningu er ekki kastað fram úr erminni sísona.

Sýning ræktunarbúa er skemmtilegur og nauðsynlegur hluti af landsmót  og afar ánægjulegt að sjá það besta sem er í boði.