laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafsteinsstaðir með nýtt lið í áskorendamóti

10. mars 2015 kl. 14:00

Riddarar norðursins

Riddarar Norðursins blása til leiks á föstudag.

Áskorendamót Riddara Norðursins verður haldið í Reiðhöllinni Svaðastaðir næstkomandi  föstudagskvöld, 13. mars.

"Mótið hefst kl 20.00 og kostar 1000kr inn. Eins og seinustu ár skora Riddarar Norðursins á 4 lið til keppni við sig. 3 af þessum liðum hafa mætt til keppni áður, þau eru: Vatnsleysa Viðar á Björgum Lúlli Matt og með ánægju kynna Riddarar nýtt lið til keppni,  Hafsteinsstaði.

Keppt er í tölti, fjórgangi, fimmgangi og skeiði. Hvert lið sendir einn keppenda í hverja grein og einungis eru riðin úrslit.  Að sjálfsögðu vinnur svo stigahæsta liðið.  Þar sem að maður er manns gaman verða Riddarar með gleði og glens í anddyri reiðhallarinnar að móti loknu og vonast að sjálfsögðu til að sjá sem flesta," segir í tilkynningu frá mótshöldurum.