laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafliði Halldórsson stærsti hluthafinn

7. febrúar 2012 kl. 08:56

Hafliði Halldórsson, hrossabóndi á Ármóti á Rangárvöllum.

Bætir við sig átta hlutum í Sæ sf.

Hafliði Halldórsson, stórbóndi á Ármóti, hefur bætt við sig átta hlutum í stóðhestinum Sæ frá Bakkakoti, sem áður voru í eigu Vilhjálms Skúlasonar, lögfræðings í Reykjavík. Hafliði er þar með orðið stærsti einstaki hluthafinn í Sæ sf. með um 30 hluti af 70. Tveir hluti eru í eigu félagsins sjálfs.

Hafliði segir að markmiðið með kaupunum sé ekki að ná yfirráðum í félaginu. Hann hafi einfaldlega mikð uppáhald á Sæ, sem sé ennþá á besta aldri og frjósamur.

Sær er fæddur 1997 og því á fimmtánda vetur. Hann er undan Orra frá Þúfu og Sælu frá Gerðum. Ræktandi hans er Ársæll Jónsson í Eystra-Fróðholti. Sær er einn af hæst metnu og eftirsóttustu stóðhestum landsins. Folatollur undir Sæ kostar 250 þúsund krónur.