föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Hættur vegna hagsmunaárekstra"

odinn@eidfaxi.is
19. desember 2013 kl. 14:42

Hafliði Halldórsson

Fannst ekki viðeigandi að halda áfram.

Í samtali við Hafliða Halldórsson segir hann ástæðu þess að Ármót sé hætt sem annar aðili Meistaradeildarliðsins Top Reider/ Ármót vera þá að hann telji hagsmunir geti rekist á.

"Mér finnst það óviðeigandi að vera liðsstjóri landsliðsins og jafnframt með keppnislið í Meistaradeildinni" segir Hafliði og bætir við að hann hyggist sækjast eftir því að vera áfram í þeirri stöðu.

Sú saga gekk fjöllunum hærra að ákveðnir knapar hafi neitað að ríða fyrir liðið ef þá væri áfram tengt Hafliða og Ármóti. Tengdu sumir breytinguna á aðstandendum liðsins máli sem leit að áminningu landsliðskappa í kjölfar Heimsmeistaramótsins í Berlín.

"Það er af og frá að knapar hafi neitað að keppa fyrir lið mér tengt. Ég hafði samband við Ásgeir Svan hinn aðstandi liðsins og tjáði honum að ég vildi draga mig út úr Meistaradeildinni í tvö ár eða þar til að ég hætti sem liðsstjóri" sagði Hafliði að lokum.