þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hættulegur búnaður

odinn@eidfaxi.is
24. nóvember 2013 kl. 11:40

Hættulegur hnakkur

"Oft virðist fólk ekki átta sig fyrr en of seint"

"Í framhaldi af þessu berst talið að viðhaldi búnaðar. Nauðsynlegt er að halda leðri mjúku en verði það stökkt og þurrt býður fólk því heim að illa fari. Þegar höfuðleður eða múlar hrökkva í sundur missir fólk stjórnina og þá er oft ekki að spyrja að því.

Eins verður fólk að fylgjast vel með að taumlásar og mél séu ekki orðin þannig að hætta stafi af. Kopar sem er algengt í mélum og taumlásum eyðist og slitnar með tímanum. Á endanum hrekkur þessi búnaður í sundur og á oftast þegar síst skyldi."

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein í aukablaðinu Öryggi sem fylgir nýjasta tölublaði Eiðfaxa.

Með nýjasta blaði Eiðfaxa fylgir veglegt blað um öryggismál. Í því er að finna viðtal við Eddu Pálsdóttur.
Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is