sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæstu klárhross heimsins

Óðinn Örn Jóhannsson
3. ágúst 2017 kl. 08:47

Helga Una Björnsdóttir og Sending frá Þorlákshöfn.

Katla er fyrsta hryssa landsins sem hlýtur 10,0 fyrir brokk.

Katla frá Ketilsstöðum braut á margan hátt blað í kynbótadómum þegar hún var sýnd á Miðsumarsýningu nú í vikunni en hún er sem dæmi fyrsta hryssan á Íslandi sem hlýtur 10,0 fyrir brokk en fyrir hafði einungis ein hryssa í heiminum náð því marki. Það var hryssan Náttfaradís frá Wreta sýnd árið 2003. 

Ekkert hross hefur fyrr hlotið fleiri en tvær tíur í sama dómi og er Katla með þessum árangri orðin hæst dæmda klárhross heimsins með 8,65 í aðaleinkunn. Hæst dæmdi klárhestur heimsins er hins vegar Tígull frá Gýgjarhóli með 8,60 í aðaleinkunn,

Stundum er því fleygt að ekki sé nóg áhersla á klárhrossaræktun hér á landi en á topp tíu lista yfir hæstu klárhross heimsins eru sjö fædd á Íslandi og þrjú utan lands. Hryssurnar eru sex og stóðhestarnir fjórir og hallar því aðeins á hestana á þessum lista.

Hér er listin eins og hann er í dag:

1.       Katla frá Ketilsstöðum   (Bergur Jónsson)                B: 8,28 H: 8,90 A: 8,65

2.       Sending frá Þorlákshöfn (Helga Una Björnsdóttir)   B: 8,55 H: 8,70 A: 8,64

3.       Tígull frá Gýgjarhóli (Þórður Þorgeirsson)                B: 8,65 H: 8,56 A: 8,60

4.       Jónína frá Feti   (Erlingur Erlingsson)                         B: 8,46 H: 8,68 A: 8,59

5.       Óskadís frá Habichtswald (Frauke Schenzel)           B: 8,48 H: 8,65 A: 8,58

6.       Garri frá Reykjavík (Jóhann Rúnar Skúlason)           B: 8,28 H: 8,77 A: 8,57

7.       Kvika frá Forstwald (Nils Christian Larsen)               B: 8,50 H: 8,60 A: 8,56

8.       Náttfaradís frá Wreta (Magnús Skúlason)                B: 8,44 H: 8,63 A: 8,56

9.       Eldjárn frá Tjaldhólum (Guðmundur Björgvinsson) B: 8,09 H: 8,85 A: 8,55

10.   Dökkvi frá Mosfelli (Karly Zingsheim)                        B: 8,39 H: 8,63 A: 8,54

Svo að allrar sanngirni sé gætt þá eru fjögur önnur klárhross með 8,54 í aðaleinkunn. Ættbókin raðar hrossum jafnan rétt og miðar þá við aukastafi en hér fyrir neðan er listi yfir þau hross sem eru með sömu aðaleinkunn og Dökkvi sem er 10 á lista yfir efstu klárhross heimsins:

Hnota frá Garðabæ (Bylgja Gauksdóttir)       B: 8.14  H: 8.80  A: 8.54         

Urður frá Gunnarsholti (Þórður Þorgeirsson) B: 8.53 H: 8.54 A: 8.54           

Hreyfill frá Vorsabæ II (Sigurður Óli Kristinsson)  B: 8.50 H: 8.56 A: 8.54

Ljósvaki frá Valstrýtu (Árni Björn Pálsson)     B: 8.22 H: 8.75 A: 8.54