miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæstu einkunnir ársins

25. desember 2014 kl. 12:00

Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli hlutu 9,39 í töltkeppni Íslandsmótsins í hestaíþróttum í fyrra.

Íþróttaannáll 2014.

Árinu fer senn að ljúka og því gaman að líta yfir stöðu mála á vettvangi íþróttanna. Keppnisárið í ár var gott, mörg stórmót voru haldin hér heima sem og úti en þar bar hæst Landsmót, Íslandsmót og Norðurlandamót. Á næsta ári verða haldnir heimsleikar í Herning. Margir eru farnir að undirbúa sig fyrir það og hafa jafnvel verið að því síðustu ár. Gaman er að skoða hvaða knapar hlutu hæstu einkunnir í ár og gefur það örlitla mynd um hvaða hestar eru líklegir til að gera stóra hluti í Herning.

Í 12. tölublaði Eiðfaxa eru teknar saman hæstu einkunnir úr íþróttakeppnum á árinu 2014 í öllum greinum. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.