mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæsti dómur ársins

odinn@eidfaxi.is
12. september 2013 kl. 11:21

Auður frá Skipaskaga, knapi Magnús Benediktsson

Kynbótasýning í Basselthof

Nú í dag var yfirlit á kynbótasýningu í Basselthof í Þýskalandi, en þar skaust Arðsdóttirin Auður frá Skipaskaga upp fyrir Kolku frá Hákoti og hlaut 8,68 í aðaleinkunn.

Hér fyrir neðan er dómur hennar en Auður er dóttir Arðs frá Brautarholti og Regínu frá Akranesi en þrjú afkvæmi hennar hafa hlotið 1.verðlaun.

Þetta er sannarlega enn ein  skrautfjöðurin í hatt Skipaskagaræktunarinnar en þau hafa tvisvar sinnum verið tilnefnd til ræktunarbús ársins.

Skipaskagahrossin hafa jafnan verið hæst meðal tilnefndra búa fyrir sköpulag en hér sést að þetta eru líka mikil hæfileikahross, en Steðji frá Skipaskaga sem féll frá síðasta vetur eftir erfið veikindi var m.a. hæst dæmda afkvæmi Stála frá Kjarr.

Tölt: 9,0
   1) Rúmt   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   4) Mikið framgrip   

Brokk: 9,0
   1) Rúmt   4) Skrefmikið   5) Há fótlyfta   

Skeið: 9,5
   1) Ferðmikið   2) Takthreint   3) Öruggt   4) Mikil fótahreyfing   6) Skrefmikið   

Stökk: 8,5
   2) Teygjugott   5) Takthreint   

Vilji og geðslag: 9,0
   1) Fjör   

Fegurð í reið: 9,0
   1) Mikið fas   3) Góður höfuðb.   4) Mikill fótaburður   

Fet: 6,5
   B) Skrefstutt   D) Flýtir sér   

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 9,0