mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hærri meðaleinkunn hjá C- hrossum

1. júní 2015 kl. 16:07

Meirihluti 4 vetra hrossa með úrvalseinkunn fyrir tölt voru AA arfgerð sem bendir til þess að þau séu fljótari til á tölti en C- hross. Konsert frá Hofi hlaut 10 fyrir tölt fjögurra vetra gamall.

Framfarir í kjölfar aukinnar þekkingar á íslenska hestinum.

Mikilvægi fræða- og rannsóknarstarfs í greinum atvinnulífsins er óumdeilt. Með aukinni þekkingu er verið að tryggja stöðuga framþróun innan sviða hestamennskunnar, sem er mikilvæg fyrir áframhaldandi vöxt hennar og uppbyggingu. Sú nýja þekkingaröflun sem átt hefur sér stað undanfarin ár innan hestamennskunnar renna stoðum undir ofangreinda staðhæfingu. Sem dæmi má nefna nýlega og mjög áhugaverða rannsókn Þorvaldar Kristjánssonar um áhrif sköpulags og arfgerðar í DMRT3 erfðavísinu á ganghæfni íslenskra hrossa.

Teitur Árnason kannaði áhrif breytileika á DMRT3 erfðavísinum á gangtegundina tölt í lokaverkefni sínu frá háskólanum á Hólum, Leiðbeinandi hans var Þorvaldur Kristjánsson.

,,Upplýsingar um 9141 hross sem dæmd höfðu verið á Íslandi á árunum 2000-2013 voru fengnar út Worldfeng en 706 hross af þeim höfðu verið arfgerðargreind. Út frá því voru líkur á arfgerð hinna hrossanna metnar ásamt ætterni og dómum fyrir skeið og brokk. Af öllum þeim hrossum sem notuð voru í rannsókninni voru 75% hrossanna með 100% líkur á AA arfgerð á meðan 25% hrossanna voru metin vera C- hross. Þegar öll hrossin voru skoðuð þá kom í ljós að meðaleinkunn fyrir bæði tölt og hægt tölt var marktækt hærri hjá hrossum með C- arfgerð heldur en hjá hrossum með AA arfgerð. Hins vegar kom annað á daginn þegar þau hross sem sýnd voru sem klárhross voru skoðuð sérstaklega, en þá voru AA hrossin með marktækt hærri meðaleinkunn fyrir bæði tölt og hægt tölt heldur en hross af C- arfgerð. Rétt er þó að taka það fram að þau hross sem hlutu úrvals einkunn (9.5-10) fyrir tölt voru flest af AA arfgerð.”

Grein þessa má nálgast í 5. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.