þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hærra hlutfall hryssna

9. júní 2014 kl. 12:00

Arion frá Eystra-Fróðholti er hæst dæmda kynbótahrossið inn á Landsmót, eins og er.

Kynbótasýning á Landsmóti

Nú styttist í Landmótið og er kynbótasýningum að ljúka fyrir mót. Nú í þessari viku eru síðustu sýningarnar en verið er að sýna bæði á MiðFossum og á Hellu. Eins og staðan er núna eru 209 hross komin inn á mót í kynbótadómi, 76 stóðhestar og 133 hryssur.

Fjöldi í hverjum flokki

  • Einstaklingssýndir stóðhestar 7 vetra og eldri : 13 
  • Einstaklingssýndir stóðhestar 6 vetra : 28
  • Einstaklingssýndir stóðhestar 5 vetra : 23
  • Einstaklingssýndir stóðhestar 4 vetra : 12
  • Einstaklingssýndar hryssur 7 vetra og eldri : 34
  • Einstaklingssýndar hryssur 6 vetra : 48
  • Einstaklingssýndar hryssur 5 vetra : 38
  • Einstaklingssýndar hryssur 4 vetra : 13