mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hægt að skrá inn ný lið

3. febrúar 2014 kl. 09:29

Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Þá fer að styttast í fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar en það verður laugardaginn nk, 8. febrúar, og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudagsins 5. febrúar. Skráning er á mailið: thytur1@gmail.com  Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki og flokki 17. ára og yngri (fædd 1997 og seinna) Það sem koma þarf fram er nafn og kennitala knapa, lið, hestur, IS númer og upp á hvora hönd á að ríða. Það verða tveir inn á í einu og er prógrammið í forkeppni, hægt tölt - fegurðartölt - fet - brokk - stökk og er stjórnað af þul. En úrslit verða riðin eins og venjulega, hægt tölt - brokk - fet - stökk - fegurðartölt.

Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst. Hægt verður að skrá ný lið til leiks fram að miðnætti miðvikudagsins 5. febrúar. 

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.