föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæfur eða ekki?

3. febrúar 2015 kl. 10:53

Mikill munur er á hæfniskröfum kynbótadómara innan og utan Íslands. Ýmsar hugmyndir hafa nú komið fram um samræmingu.

Nú á dögunum auglýsti Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins (RML) námskeið fyrir nýja kynbótadómara. Vaknar þá ósjálfrátt spurningin hver má dæma kynbótahross á Íslandi?

Í auglýsingunni frá RML kemur fram að umsækjandi þurfi að hafa BS-gráðu í Búvísindum, Hestafræði eða Reiðmennsku og Reiðkennslu og að umsækjendur hafi lokið áfanga í kynbótadómum. Í reglugerð 948/2002 um uppruna og ræktun íslenska hestsins segir í viðauka III að kynbótadómarar á Íslandi skulu hafa lokið framhaldsmenntun í búfjárfræðum og þurfa að hafa staðist sérstakt hæfnispróf Bændasamtaka Íslands. En hvað með erlenda dómara, mega þeir ekki dæma hér á landi þrátt fyrir að vera fullfærir um sama starf utan Íslands?

Í grein eftir Gunnar Sturluson formann FEIF í 12. tölublaði Eiðfaxa 2014 viðrar hann þá skoðun sína að reglugerðinni verði breytt og reglum á Íslandi svo að dómarar með alþjóðleg FEIF réttindi geti tekið þátt í hrossadómum á Íslandi og þannig stuðlað að samræmdari kynbótadómum innan allra aðildarlanda FEIF. Telur hann að núgildandi reglur séu til þess fallnar að dómar innan Íslands þróist á ólíkan hátt en dómar utan landsteinanna. Gunnar telur þessi breytingu geta meðal annars orðið til þess að stuðla að nákvæmara kynbótamati.

Þetta mál hefur verið reifað í gegnum tíðina en það eru fyrst og fremst tveir þættir sem strandað hefur á: Íslenska reglugerðin sem nefnd var hér í innganginum og svo hvort lækka eigi menntunarkröfur allra dómara að þeim sem settar eru utan Íslands eða herða kröfur til allra dómara í átt að þeim sem settar eru hér heima.

Þessa grein má nálgast í 1. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.