laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæfileikasprengjan Hringur

23. apríl 2012 kl. 18:12

Hæfileikasprengjan Hringur

Hæfileikabomban Hringur frá Fossi kemur fram á Stóðhestadegi Eiðfaxa nk. laugardag.

Hringur er fæddur 2004 og er fjórða hæst dæmda afkvæmi Kletts frá Hvammi. Móðir Hrings er Ella frá Dalsmynni sem á ættir sínar að rekja til Kirkjubæjar.

Hringur hlaut sjöunda hæsta dóm fyrir hæfileika á landsmóti 2011 þegar hann varð í 7. sKostaæti í elsta flokki stóðhesta. Hann hlaut þá 8,78 fyrir kosti, 8,06 fyrir sköpulag og 8,49 í aðaleinkunn. Hringur er mikill vekringur, fékk 9,5 fyrir skeið og 9 fyrir vilja og geðslag og fet. Hringur hefur vakið athygli í gæðingakeppni og var hann m.a. í úrslitum tveggja stórra fimmgangsmóta sl. sumar.

Upplýsingar um Hring fást í símum 894-9966 og 662-0777 eða í gegnum netfangið helga@pitstop.is

Ókeypis aðgangur er að allri dagskrá Stóðhestadagsins sem hefst á félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis að Brávöllum, Selfossi kl. 14.

Allir velkomnir!