mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæfileikabombur

1. nóvember 2015 kl. 14:35

Glóðafeykir og Daníel eru fulltrúar okkar í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta.

Einungis tveir hestar hafa hlotið yfir 9.0 fyrir hæfileika í ár.

Glóðafeykir frá Halakoti og Viking från Österåker eru einu hestarnir sem hlotið hafa yfir 9,0 fyrir hæfileika í ár. Glóðafeykir hlaut tvisvar yfir 9.0 fyrir hæfileika en hann hlaut 9.04 á Gaddstaðaflötum í vor og síðan 9.03 á Heimsmeistaramótinu í Herning þegar hann sigraði flokk 7 vetra stóðhesta og eldri. Glóðafeykir er undan gæðingshryssunni Glóð frá Grjóteyri en hún hefur gefið margan gæðinginn og keppnishestaföðurnum Rökkva frá Hárlaugsstöðum.

Viking er fæddur í Svíþjóð en hann er 6 vetra gamall. Hann er undan Ísari frá Keldudal og Von frá Vindheimum. Vignir Jónasson sýndi Viking en hann er jafnframt fyrsti hesturinn sem er ekki Íslandsfæddur til að hljóta yfir 9.00 fyrir hæfileika. Viking sigraði síðan sinn flokk á Heimsmeistaramótinu en þá hlaut hann 8,69 í aðaleinkunn.