miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gustur frá Lækjarbakka fluttur norður

21. júlí 2010 kl. 20:52

Gustur frá Lækjarbakka fluttur norður

Stóðhesturinn og landsmótsigurvegarinn Gustur frá Lækjarbakka er komin með nýjan þjálfara. Hann er komin í Vestur-Húnavatnssýslu nánar tiltekið á Lækjamót til Ísólfs Líndal.

Ísólfur sem hefur starfað sem reiðkennari við Háskólann á Hólum síðastliðin ár er fluttur á Lækjamót ásamt fjölskyldu sinni og verður þar með hesta í þjálfun auk reiðkennslu innanlands og utan. Gustur er, eins og allir vita, flottur klárhestur sem hefur meðal annars hlotið 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. Mögulegt er að halda undir Gust á Lækjamóti í sumar en byrjað er að þjálfa hann aftur eftir hóstapestina. Gustur var í feikna stuði í dag þegar smellt var af honum mynd í blíðskaparveðri á Lækjamóti.