laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gustarar byggja á Kjóavöllum

Jens Einarsson
18. febrúar 2010 kl. 10:49

Fyrstu hesthúsin risin

Fyrstu hesthúsin á nýju svæði Gusts á Kjóavöllum rísa nú eitt af öðru. Gustarar eru brattir og segja stoltir að þetta séu nánast einu byggingaframkvæmdirnar á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að sextíu til sjötíu hesthús muni rísa í þessum fyrsta áfanga, en þau verða mun fleiri samkvæmt skipulagi.

Það mun birta til

Bjarnleifur Bjarnleifsson, fyrrverandi formaður Gusts, er einn þeirra sem er að byggja nýtt hesthús á Kjóavöllum. Hann segir mikla bjartsýni ríkja á meðal Gustara og engan bilbug á þeim að finna. „Það setur að vísu strik í reikninginn að sala Kópavogsbæjar á Glaðheimum gekk til baka. Það fjármagn átti meðal annars að nota í byggingu á keppnisvöllum og tveimur reiðhöllum. Þar af er önnur af þeirri stærð að hún á að hýsa gæðingavöll í fullri stærð og 2000 áhorfendur. Þetta mun allt fara í gang þegar birtir til í efnahagslífinu aftur og þá verður gaman hér á Kjóavöllunum,“ segir Bjarnleifur.