miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gústaf og Árni verðlaunaðir

11. desember 2014 kl. 09:00

Stormur frá Herríðarhóli og Árni Björn Pálsson

Bjartasta vonin og knapi ársins hjá hestamannafélaginu Fáki.

Bjartasta vonin eru verðlaun sem veitt eru því ungmenni sem á farsælan keppnisferil á árinu og er til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Í ár var valið ekki mjög erfitt því Gústaf Ásgeir Hinriksson var með frábæran keppnisárangur á árinu og vekur athygli fyrir vel hirta hesta og prúðmannlega framkomu hvar sem hann fer. Það er of langt mál að telja upp árangur hans á árinu en helst má nefna að hann varð fjórfaldur Íslandsmeistari í ungmennaflokki og sigraði ungmennaflokkinn á Landsmótinu ásamt mörgum öðrum góðum sigrum.

Árni Björn var valin knapi ársins hjá Fáki en hann hefur átt frábæran keppnisárangur á árinu. Hann er í fremstu röð á öllum sviðum hestamennskunnar hvort sem það eru hringvallagreinar, kappreiðar eða kynbótasýningar. Hann er einkar einbeittur í sinni íþróttaiðkun, reglusamur og skipulagður.

Helsti keppnisárangur Árna Björns á árinu 2014  er:

*Íslandsmeistari í tölti
*Þriðji í fimmgangi á Íslandsmótinu
*Annar í 150 m skeiði á Íslandsmótinu,
*Annar í 250 m skeiði á Íslandsmótinu.
*Landsmótssigurvegari í tölti
*Annar í 250 m skeiði á Landsmótinu
*Fjórði í A-flokki gæðinga á Landsmótinu.
*Sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum.
*Frábær árangur í sýningu kynbótahrossa á árinu.