fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gústaf í góðri stöðu

odinn@eidfaxi.is
8. ágúst 2017 kl. 18:09

Gústaf Ásgeir og Pistill á HM2017.

Tvö íslensk ungmenni í A-úrslit í fjórgangi.

Það er góð uppskera eftir daginn hér í Hollandi þvi að við eigum tvo keppendur í A-úrslitum fjórgangs bæði í fullorðinsflokki og ungmennaflokki. Eins og fyrr kom fram þá munu Þeir Ásmundur Ernir og Guðmundur Friðrik ríða úrslit á sunnudaginn en á laugardaginn munu þau Gústaf Ásgeir Hinriksson á Pistli og Anna-Bryndís Zingsheim á Náttrúnu ríða úrslit í ungmennaflokki.

Hér er niðurstaða ungmenna í fjórgangi:

A-úrslit ungmenna

Gústaf Ásgeir Hinriksson [YR] [IS] - Pistill frá Litlu-Brekku   7,03 

Filippa Helltén [YR] [SE] - Máni frá Galtanesi   6,77

Olivia Ritschel [YR] [DE] - Alvar frá Stóra-Hofi   6,67

Yrsa Danielsson [YR] [SE] - Hector från Sundsby   6,63

Anna-Bryndís Zingsheim [YR] [IS] - Náttrún vom Forstwald   6,60