miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gústaf Ásgeir bar af

7. maí 2015 kl. 18:41

Gústaf Ásgeir Hinriksson og Geisli frá Svanavatni í forkeppni ungmennaflokks í fimmgangi á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.

Niðurstöður úr forkeppni ungmenna í fimmgangi á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.

Gústaf Ásgeir Hinriksson var heldur betur í essinu sínu í fokeppni fimmgangs ungmenna á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks í dag. Gústaf Ásgeir mætti með tvö hross til leiks, þá Geisla frá Svanavatni og Dofra frá Steinnesi, og þóttu sýningar hans bera af. Uppskar hann tvær hæstu einkunnir forkeppninnar, 6,83 og 6,33.  Gústaf getur því valið um hross í úrslitum greinarinnar sem fer fram á sunnudag. Caroline Mathilde Grönbek Niel á Kalda frá Meðalfelli hlaut einkunnina 6,30 og þriðja sæti.

Niðurstöður forkeppninar urðu eftirfarandi:

1     Gústaf Ásgeir Hinriksson / Geisli frá Svanavatni  6,83  
2     Gústaf Ásgeir Hinriksson / Dofri frá Steinnesi  6,33  
3     Caroline Mathilde Grönbek Niel / Kaldi frá Meðalfelli  6,30  
4     Konráð Axel Gylfason / Atlas frá Efri-Hrepp  6,23  
5     Arnór Dan Kristinsson / Starkaður frá Velli II  6,10  
6     Konráð Axel Gylfason / Fengur frá Reykjarhóli  6,00  
42193     Arnór Dan Kristinsson / Nn frá Vatnsenda  5,77  
42193     Bjarki Freyr Arngrímsson / Gýmir frá Syðri-Löngumýri  5,77  
42257     Svandís Lilja Stefánsdóttir / Prins frá Skipanesi  5,63  
42257     Róbert Bergmann / Fursti frá Stóra-Hofi  5,63  
11     Hafdís Arna Sigurðardóttir / Gusa frá Laugardælum  5,60  
12     Eggert Helgason / Spói frá Kjarri  5,53  
13     Jóhanna Margrét Snorradóttir / Vídalín Víðir frá Strandarhöfði  5,30  
14     Hafdís Arna Sigurðardóttir / Sólon frá Lækjarbakka  5,17  
15     Julia Ivarson / Rán frá Fornusöndum  4,77  
16     Halldór Þorbjörnsson / Skjálfta-Hrina frá Miðengi  4,47