laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gústaf Ásgeir klyfjaður verðlaunum

23. mars 2015 kl. 11:25

Gústaf Ásgeir Hinriksson og Þytur frá Efsta-Dal sigruðu fjórgang og tölt á Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum.

Efnilegasti knapi ársins 2014 kom sá og sigraði á Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum.

Gústaf Ásgeir Hinriksson var sigursæll á Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum sem fram fór í Sprettshöllinni laugardaginn 21. mars.  Gústaf sigraði alla flokka mótsins en hann keppti fyrir Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Í fjórgangi og tölti mætti Gústaf með Þyt frá Efsta-Dal en haft hefur verið eftir knapanum að hann stefnir með hestinn í úrtöku fyrir Heimsmeistarmót.

Hér eru úrslit mótsins:

A-úrslit í tölti
1.sæti Gústaf Ásgeir og Þytur
2.sæti Heiða Rún og Geisli
3.sæti Valdís Björk og Hrefna
4.sæti Thelma Dögg og Albína
5.sæti Harpa Sigríður og Sváfnir
6.sæti Guðný Margrét og Reykur

A-úrslit í fimmgangi:
1.sæti Gústaf Ásgeir og Geisli
2.sæti Róbert Bergmann og Fursti
3.sæti Dagmar Øder og Heiðrún
4.sæti Harpa Sigríður og Greipur
5. sæti Valdís Björk og Erill
6.sæti Súsanna Katarína og Óðinn

A-úrslit í fjórgangi
1.sæti Gústaf Ásgeir og Þytur
2.sæti Valdís Björk og Hrefna
3.sæti Dagmar Øder og Glóey
4.sæti Guðný Margrét og Reykur
5-6.sæti Nína María og Sproti
5-6. sæti Snorri Egholm og Sæmd

Skeið:

1. Gústaf Ásgeir og Fálki frá Stóra-Hofi á 6,41 sek
2. Dagmar og Odda frá Halakoti á 6,69 sek
3. Valdís Björk og Erill frá Svignaskarði á 7,02 sek