laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gunnfríður tekin við verkefnum Gulla

22. janúar 2014 kl. 12:12

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri búfjárræktarsviðs hjá RML.

Ráðning á nýjum ábyrgðarmanni hrossaræktar bíður.

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri búfjárræktarsviðs hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, hefur tekið við ábyrgðarmannahluverki í hrossarækt. Tekur hún tímabundið við því verkefni og mun í samvinnu við aðra hrossaræktarráðunauta sem vinna hjá RML sinna þeim verkefnum og störfum sem Guðlaugur Antonsson hefur sinnt undanfarið ár hjá fyrirtækinu, eða síðan RML tók við ráðgjafaþjónustu og skýrsluhaldi hjá Bændasamtökum Íslands.

Gunnfríður Elín er menntuð í búfræði og búvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og með meistaragráðu í erfða og kynbótafræði frá Konunglega landbúnaðar og dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn.  Fyrir stofnun RML starfaði hún sem landsráðunautur í nautgriparækt hjá Bændasamtökum Íslands.

Guðlaugur tók sér ársleyfi frá störfum ábyrgðarmanns hrossaræktar frá byrjun árs og sinnir nú eftirlitsstörfum fyrir Matvælastofnun. Fari svo að Guðlaugur snúi ekki aftur til starfa að leyfi loknu verða gerðar varnalegar ráðstafanir um ráðningu nýs ábyrgðarmanns hrossaræktar hjá RML.