mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gunnarsvaka

27. mars 2012 kl. 10:01

Gunnarsvaka

Gunnarsvaka, sagnakvöld til heiðurs Gunnari Bjarnasyni verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagskvöldið 29. mars n.k. og hefst kl. 20:00.

 
Fram koma þjóðþekktir sagnaþulir og spaugarar. Má þar nefna snillinga eins og Guðna Ágústsson, Sigga Sæm, Einar á Skörðugili, Magnús Halldórsson, Sigurborgu á Báreksstöðum, Halldór í Holti og Valda Roy. Einnig láta ljós sitt skína menningarvitar eins og Gísli Einarsson og Bjarni safnstjóri á Hvanneyri auk þess sem karlakórinn Söngbræður kemur fram eins og hann leggur sig og kór nemenda, Hásir Hálsar. Léttar veitingar í boði og léttur aðgangseyrir sem allur rennur í sjóð til að reisa minnisvarða á vori komanda til heiðurs hinum mikla meistara. 
 
Vakin er athygli á breyttu húsnæði en vegna gríðarlegs áhuga þurfti að færa viðburðinn í stærra húsnæði, aðalbyggingu Landbúnaðarháskólans; Ásgarð.
 
Takið kvöldið frá – þessu má bara enginn missa af!
Velkomin að Hvanneyri