laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gunnarsholtsstemningin endurvakin

6. mars 2012 kl. 10:08

Gunnarsholtsstemningin endurvakin

Í tengslum við útgáfu stóðhestablaðs Eiðfaxa mun Eiðfaxi ásamt hestamannafélaginu Sleipni standa fyrir stóðhestadegi að Brávöllum á Selfossi laugaradaginn 28. apríl nk.

Allir þeir hestar sem eru með í stóðhestablaði Eiðfaxa eiga rétt á þátttöku á hátíðinni en þar mun fara fram kynning á ungum sem eldri stóðhestum á beinni braut, í anda sýninga stóðhestastöðvarinnar Gunnarsholts forðum. Einnig verður boðið upp á afkvæmahópa og ræktunarbússsýningar.

Aðgangur verður ókeypis.

Enn er hægt að skrá hross í stóðhestablað Eiðfaxa en skráning fer fram hér og í gegnum netfangið odinn@eidfaxi.is

Nýtt og endurbætt útlit á Stóðhestablaðinu

 

Stóðhestablað Eiðfaxa hefur fengið nýtt og endurbætt útlit. Smelltu hér til að sjá kynningarrit um blaðið.

Upplýsingar um dóm stóðhestanna er ítarlegra en áður og afkvæmahestar munu skipa sérstaka sess á heilsíðum fremst í blaðinu þar sem fram kemur einstaklingsdómur þeirra ásamt yfirliti yfir hæst dæmdu afkvæmi þeirra, hæst metnu afkvæmi í kynbótamati og liti afkvæma þeirra.
 
Stóðhesteigendur fá einnig aðgang að öflugasta vefmiðli landsins til að auglýsa tíma og staðsetningu sónarskoðana og öðru því sem við kemur upplýsingamiðlun til hryssueiganda.