laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gunnar og Doug nýjir leiðtogar

3. febrúar 2014 kl. 16:25

Gunnar Sturluson

Augljósar kosningar framundan hjá FEIF.

 

Ráðstefna alþjóðasamtakana FEIF munu fara fram hér á landi næstu helgi. Þá munu nýjir leiðtogar taka við stjórntaumum samtakana.

Íslendingur mun að öllum líkindum taka við formennsku FEIF. Gunnar Sturluson er einn í framboði en Jens Iversen gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður. Gunnar, sem er lögfræðingur og hrossaræktandi, hefur verið varaformaður FEIF síðan 2011.

Þá er það nokkuð ljóst að Bandaríkjamaðurinn Doug Smith mun taka við af Marko Mazeland sem formaður Íþróttanefndar FEIF. Hann hefur komið víða við innan samtakana en síðastliðið ár hefur hann unnið náið með Marko Mazeland með það fyrir augum að taka við starfi Íþróttanefndarinnar.