mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gunnar Íslandsmeistari

11. nóvember 2013 kl. 14:00

Gunnar Halldórsson

Íslandsmeistaramótið í járningum

Íslandsmeistaramótið í járningum fór fram um helgina en það var Gunnar Halldórsson sem varð Íslandsmeistari í járningum. Mótið fór fram laugardaginn 9. nóvember í Hveragerði. 

 

Íslandsmeistaramótið í járningum var haldið í fyrsta sinn árið 2009. Keppnir sem þessar eru algegnar víðast hvar erlendis þar sem það þykir mikill heiður fyrir járningarmann að vera krýndur landsmeistari.  Keppnir sem þessar njóta mikilla vinsælda meðal áhorfenda því að fylgjast með svona keppni er bæði skemmtilegt og fræðandi fyrir hestaáhugafólk. 

Járningar eru faggrein sem tekur þrjú til fimm ár að læra, í sumum löndum eins og til dæmis Bretlandi er hreinlega bannað að járna hest ef viðkomandi hefur ekki til þess tilskilinn réttindi. Víða annar staðar í Evrópu er þróunin að verða á þann veg að einungis fagmenn hafi leyfi til þess að taka að sér járningar gegn greiðslu og víða neita tryggingarfélög að tryggja járningamenn nema þeir hafi til þess tilskilinn réttindi.