miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gullmótinu í Reykjavík lokið

4. júlí 2010 kl. 19:11

Gullmótinu í Reykjavík lokið

Þá er lokið Gullmótinu í hestaíþróttum sem var haldið nú um helgina á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks, Víðidal. Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel og litu margar glæsisýningar dagsins ljós í öllum flokkum.

 

Viðar Ingólfsson sigraði tvöfalt í opnum flokki en hann sigraði bæði tölt og fjórgang. John Kristinn Sigurjónsson sigraði slaktaumatölt opinn flokk, Hrefna María Ómarsdóttir sigraði gæðingaskeið í opnum flokki og Þorvaldur Árni Þorvaldsson sigraði fimmgang í opnum flokki.

 

Í ungmennaflokki var Arnar Bjarki Sigurðarson sigursæll en sigraði tölt og fimmgang og varð annar í fjórgangi. En fjórganginn sigraði Hekla Katharína Kristinsdóttir.

 

Í unglingaflokki var það Arnór Dan Kristinsson sem sigraði bæði tölt og fjórgang.