sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gullmótið: Hinrik og Glymur á toppnum

15. júní 2011 kl. 14:58

Gullmótið: Hinrik og Glymur á toppnum

Þá er fyrri umferð í fimmgangi lokið á úrtökumóti fyrir Heimsmeistaramótið í Austurríki. Það eru þeir Hinrik Bragason og Glymur frá Flekkudal sem standa efstir með einkunnina 7,27.

Í öðru sæti er Árni Björn Pálsson á Aris frá Akureyri með einkunnina
7,07 og fast á hæla honum kemur Reynir Aðalsteinsson á Sikli frá Sigmundarstöðum með einkunnina 7,03.

Í ungmennaflokki stendur efstur Kári Steinsson á Funa frá Hóli með einkunnina 6,43.

Næst á dagskrá er keppni í fjórgangi og hefst hann klukkan 14:30.

Hér að neðan eru niðurstöður úr fyrri umferð:

1           Hinrik Bragason / Glymur frá Flekkudal        7,27
2           Árni Björn Pálsson / Aris frá Akureyri        7,07
3           Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum        7,03
4           Viðar Ingólfsson / Aspar frá Fróni        6,60
5           Edda Rún Ragnarsdóttir / Hreimur frá Fornusöndum        6,57
6           Kári Steinsson / Funi frá Hóli        6,43