miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gullmótið 2010

30. júní 2010 kl. 13:36

Gullmótið 2010

 Gullmótið í hestaíþróttum verður haldið helgina 3. - 4. júlí á félagssvæði

Fáks, Víðidal. Ölgerðin er stærsti styrktaraðili mótsins og mun Barki gefa

keppendum í fyrsta sæti í öllum greinum Marstall fóðurpoka.

 

Mikill áhugi er fyrir mótinu og heyrst hefur að hópur af erlendum gestum

líti í dalinn á meðan á móti stendur.

 

Bjössi veitingasali í Reiðhöllinni verður með kveikt á grillinu báða

dagana. Stefnt er að því að sýna leikinn Argentína-Þýskaland á breiðtjaldi

í  veitingasölu Reiðhallarinnar klukkan 14:00 á laugardag og verða ýmis

tilboð í gangi á meðan á leik stendur.

 

Ráslistar verða birtir seint í kvöld eða strax í fyrramálið. Sameina

þurfti barna og unglingaflokk bæði í tölti og fjórgangi. Eins verður bara

einn fullorðinsflokkur í öllum greinum.

 

Meðfylgjandi er dagskrá* mótsins:

 

Laugardagur 3. júlí 2010

 

10:00   T2      opinn flokkur

10:15   Fjórgangur      unglingar

11:10   Fjórgangur      ungmenni

11:45   Fjórgangur      opinn flokkur

        MATARHLÉ

13:30   Fimmgangur      ungmenni

14:00   Fimmgangur      opinn flokkur

14:50   tölt    ungmenni

15:10   tölt    opinn flokkur

16:10   tölt    unglingar

16:45   gæðingaskeið    opinn flokkur

 

Sunnudagur 4. júlí 2010

 

12:00   Sölusýning

13:00   Fimmgangur      Ungmenni

13:30   Fimmgangur      Opinn flokkur

14:00   Fjórgangur      Ungmenni

14:30   Fjórgangur      Opinn flokkur

15:00   Fjórgangur      Unglingar

15:30   T2      Opinn flokkur

15:45   Tölt    Unglingar

16:10   Tölt    Ungmenni

16:35   Tölt    Opinn flokkur

 

* Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar