þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gullgóður af góðum ættum

odinn@eidfaxi.is
26. júní 2014 kl. 12:15

Andvari frá Auðsholthjáleigu halut 8,35 í aðaleinkunn á Sörlastöðum. Knapi Sigurður V Matthíasson.

Efsti 4 vetra stóðhesturinn inn á Landsmót

Nú fram að Landsmóti munum við fjalla um efstu hross í hverjum aldursflokki inn á Landsmót.

Við ríðum á vaðið með yngsta 4 vetra stóðhestinum en efstur inn á mót er Gárasonurinn Andvari frá Auðsholtshjáleigu með 8,35 í aðaleinkunn.

Fyrir sköpulag hlaut hann 8,46 og þar er hæst 9,0 fyrir fótagerð og jafnar einkunnir fyrir nánast alla aðra þætti sköpulagsins þar sem hann fær 8,5 fyrir flesta þætti.

Í kostunum hlýtur hann hæsta einkunn fyrir vilja/geðslag 9,0 en 8,5 fyrir tölt, stökk og fegurð í reið. Fyrir kosti hlýtur hann 8,27.

Þegar ætt Andvara er skoðuð þá kemur í ljós að hann er með mjög sterkt bakland úrvalshrossa en móðir hans er Fold frá Aulsholtshjáleigu dóttir Skorra frá Blönduósi og Fjaðrar frá Ingólfshvoli sem er dóttir Oturs og heiðursverðlaunahryssunar Gyðju frá Gerðum.  Gára og ætt hans þarf vart að kynna en hann hlaut heiðursverðlaun á LM2011. Gári er sonur tveggja heiðursverðlaunahrossa þeirra Orra frá Þúfu og Limru frá Laugarvatni.

Allur ættboginn þrjá til fjóra ættliði aftur eru hross í fremstu röð og nánast öll 1.verðlauna og heiðursverðlauna hross.

Því má með sanni segja að Andvari sé langræktaður gæðagripur.