laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gullfalleg gæðingshryssa

20. desember 2013 kl. 13:00

Diva från Gåtegarden er með 9.02 fyrir sköpulag Mynd: Ingela Bjurenborg

Fallegasta hryssa í heimi

Diva från Gategården er gullfalleg og hæfileikarík gæðingshryssa en hæst hefur hún hlotið 9,02 fyrir sköpulag og 8,68 fyrir hæfileika.

Diva er undan Mökk frá Varmalæk og Freyju frá Tumabrekku en Diva er hæst dæmda afkvæmi beggja foreldra sinna. Fótagerðin fær Diva frá móður sinni en Freyja er einnig með 10 fyrir þann eiginleika. Freyja er klárhryssa með 8.16 fyrir hæfileika og 8.48 fyrir sköpulag en Mökkur er hins vegar alhliða hestur með 8.47 fyrir hæfileika og 8.18 fyrir sköpulag. 

Diva var fyrst sýnd 5 vetra en þá hlaut hún fyrir sköpulag 9,00 þar af 10 fyrir hófa, 9.5 fyrir fótagerð og 9.0 fyrir höfuð, samræmi og háls, herðar og bóga. Í hæfileika einkunn hlaut hún 7.88 en hún var sýnd þá með engu skeiði. 

Hæsta dómin hlaut Diva árið 2003 þegar hún var 10 vetra en þá hlaut hún 9,02 fyrir sköpulag þar af 10 fyrir fótagerð, 9.5 fyrir hófa og 9.0 fyrir samræmi, háls, herðar og bóga, tölt, fegurð í reið og vilja og geðslag. Diva hlaut 8.68 fyrir hæfileika og 8.81 í aðaleinkunn. Diva varð þá hæst dæmda hross í heimi en hún deildi þeim titli með Rauðhettu frá Kirkjubæ sem einnig var með 8.81 í aðaleinkunn.

Í dag er Diva þriðja hæst dæmda hrossið ásamt Rauðhettu en fyrir ofan þær er Lukka frá Stóra-Vatnsskarði (8.89) og Spuni frá Vesturkoti (8.92). Diva er enn þann dag í dag með eina hæstu sköpulags einkunn sem gefið hefur verið en hún og Goði frá Þóroddsstöðum eru jöfn. Diva verður því að teljast sem fallegasta hryssa í heimi af íslensku hestakyni. 

Diva er með 126 stig í kynbótamati en hún er með 141 stig í kynbótamati fyrir sköpulag. Diva á tíu afkvæmi og hafa þrjú farið í dóm og eru þau öll með fyrstu verðlaun má þar nefna Divar från Lindnäs en hann er með 8.68 í aðaleinkunn, 8.70 fyrir hæfileika og 8.65 fyrir sköpulag. Divar var á HM í Berlín í sumar og endaði þar í þriðja sæti í flokki stóðhesta 7vetra og eldri. 

 

Diva från Gåtegarden Mynd: Ingela Bjurenborg

 

Diva från Gåtegarden í dag. Lítur vel út - 10 folöldum seinna Mynd: Ylva Jonasson

 

Divar från Lindnäs er með 8.65 fyrir sköpulag og 8.70 fyrir hæfileika sem gerir 8.68 í aðaleinkunn. Mynd: Herdís Reynisdóttir

 

Ess från Lindnäs er með 8.37 fyrir sköpulag og 7.80 fyrir hæfileika sem gerir 8.03 í aðaleinkunn

 

Víva från Lindnäs er með 8.26 fyrir sköpulag, 7.82 fyrir hæfileika sem gerir 8.00 í aðaleinkunn. Mynd: Ingred Fahlén