miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gull og Silfur til Skagfirðinga

10. ágúst 2019 kl. 13:20

Ásdís Ósk fékk silfur og Hákon Dan í fimmta sæti í samanlögðum fjórgangsgreinum

Samanlagðir sigurvegarar í fjórgangsgreinum

 

Það eru Skagfirðingarnir Jóhann Rúnar Skúlason og Ásdís Ósk Elvarsdóttir sem unnu til verðlauna í samanlögðum fjórgangsgreinum.

Eins og kom fram á vefsíðu Eiðfaxa í gær að þá er Jóhann R. Skúlason heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum á Finnboga frá Minni Reykjum. Einkunn hans í tölti 8,90 og í fjórgangi 7,43. Ásmundur Ernir endaði í tíunda sæti í samanlögðum fjórgangsgreinum.

Jóhann ríður til tveggja úrslita á morgun á Finnboga bæði í tölti og fjórgangi, og á möguleika á því að fara heim af mótinu klyfjaður gulli.

Franziska Mueser á Speli frá Njarðvík er heimsmeistari í samanlögðum fjórgansgreinum ungmenna, en hún keppir fyrir Þýskaland.

Ásdís Ósk Elvarsdóttir hlaut silfur í samanlögðum fjórgangsgreinum ungmenna á Koltinnu frá Varmalæk. Einkunn hennar í tölti T1 er 7,10 og í fjórgangi 6,80. Þá var Hákon Dan Ólafsson var í fimmta sæti á Stirni frá Skriðu.

Efstu 10 í flokki fullorðinna

 

Sæti.

Knapi

Hestur

Einkunn

1

Jóhann R. Skúlason

Finnbogi frá Minni-Reykjum

16.33

2

Bernhard Podlech

Keila vom Maischeiderland

15.97

3

Stefan Schenzel

Óskadís vom Habichtswald

15.4

4

Lisa Drath

Kjalar frá Strandarhjáleigu

15.23

5

Olivia Ritschel

Alvar frá Stóra-Hofi

14.84

6

Nils Christian Larsen

Garpur fra Højgaarden

14.77

6

Irene Reber

Þokki frá Efstu-Grund

14.77

8

Karly Zingsheim

Náttrún vom Forstwald

14.6

9

Kristján Magnússon

Óskar från Lindeberg

14.56

10

Ásmundur Ernir Snorrason

Frægur frá Strandarhöfði

14.4

 

 

Efstu fimm í flokki ungmenna

 

Sæti.

Knapi

Hestur

Einkunn

1

Franziska Mueser

Spölur frá Njarðvík

14.63

2

Ásdís Ósk Elvarsdóttir

Koltinna frá Varmalæk

13.9

3

Sasha Sommer

Meyvant frá Feti

13.8

4

Josje Bahl

Sindri vom Lindenhof

13.2

5

Hákon Dan Ólafsson

Stirnir frá Skriðu

13.17