fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gull af hestum

27. nóvember 2014 kl. 19:00

Eldhestar bæta nú hestaflota sinn með hrossum úr eigin ræktun. Hér stendur Hróðmar við hryssuna Hrist frá Völlum, sem er í tamningu.

Umfang hestaleigunnar Eldhesta kemur hestamönnum oft á óvart.

„Ég held að fólk sé almennt svolítið hissa á umfangi hestaleiga á Íslandi. Það kemur fólki á óvart að við skulum geta byggt upp allt þetta: hesthús, stóra reiðhöll, hringvöll, gistihús og hótel á þessum grunni,“ segir Hróðmar Bjarnason einn eigenda Eldhesta. Hjá Eldhestum starfa að jafnaði 60 manns yfir sumarið og hestaflotinn telur um 350 hross. „Héðan fara um 50-100 manns á hestbak á hverjum morgni á sumrin, fjöldinn er 15-50 á veturna.“

Eiðfaxi ræddi við talsmenn þriggja hestaferðafyrirtækja sem eru vakin og sofin yfir erlendum ferðamönnum, aðila sem hafa það allir að markmiði að skila af sér ánægðum gestum með góða tilfinningu fyrir íslenska hestinum.

Greinina má nálgast í 11. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.