mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Guðmundur og Randalín sigruðu Opna Bautamótið

19. febrúar 2012 kl. 10:01

Guðmundur og Randalín sigruðu Opna Bautamótið

Opna Bautamótið í tölti var haldið í Skautahöllinni á Akureyri í gær. Til leiks voru mætt 59 hross og knapar þeirra og eftir forkeppni voru Ísólfur Líndal Þórisson og Kvaran frá Lækjarmóti efstir inn í úrslit, með einkunnina 7,00. Næst komu Guðmundur Karl Tryggvason og hin brúnskjótta Randalín frá Efri-Rauðalæk með 6,93 og fast á hæla þeirra komu Baldvin Ari Guðlaugsson og Senjor frá Syðri-Ey sem fengu 6,87. Hin unga Hringsstúlka Anna Kristín Friðriksdóttir kom svo sterk inn í úrslit, fékk 6,80 á Glað sínum frá Grund.

Mjótt var á munum í B-úrslitum þar sem Hans Friðrik Kjerúlf tryggði sér sigur á Stórval frá Lundi, og lauk svo keppni  í 5. sæti. Hin fjögur fyrrnefndu gerðu öll atllögu að sigri, keppni var jöfn og spennandi eins og sjá má á þeim jöfnum einkunnum hér að neðan. Það fór þó svo að Guðmundur Karl og Randalín slóu öðrum við og sigruðu með glæsibrag. Þar er á ferð keppnispar sem vert er að fylgjast með í aðdraganda Landsmóts. Randalín er undan Þristi frá Feti og Kríu frá Krithóli og ræktuð af, silfurverðlaunahafa kvöldsins, Baldvini Ara Guðlaugssyni og fjölskyldu á Efri-Rauðalæk, ræktunarbúi ársins 2011. Randalín var sýnd í kynbótadómi sl. vor og hlaut hún þá 8,23 fyrir kosti, þar af einkunnina 9.5 fyrir tölt og 9 fyrir hægt tölt, fegurð í raið, vilja og geðslag og stökk.

A úrslit

Nafn/Hestur hægt tölt – hraðabreytingar – fegurðartölt - samtals

  1. Guðmundur Karl Tryggvason og Randalín frá Efri-Rauðalæk 7,50 – 7,50 – 7,83 =7,58
  2. Baldvin Ari Guðlaugsson og Senjor frá Syðri-Ey 7,33 – 7,33 – 7,50 =7,38
  3. Ísólfur Líndal og Kvaran frá Lækjarmóti 7,17 – 7,50 – 7,50 = 7,33
  4. Anna Kristín Friðriksdóttir og Glaður frá Grund 7,00 – 7,00 – 7,50 =7,13
  5. Hans Friðrik Kjerúlf og Stórval frá Lundi 6,67 – 6,83 – 7,00 = 6,79

B úrslit

5. Hans Friðrik Kjerúlf og Stórval frá Lundi 6,83 – 7,17 – 7,00 = 6,96
6. Atli Sigfússon og Krummi frá Egilsá 6,67 – 7,00 – 7,00 = 6,83
7. Nikólína Rúnarsdóttir og Ronja frá Kollaleiru 7,00 – 6,50 – 6,50 = 6,75
8. Hörður Óli Sæmundarson og Hreinn frá Vatnsleysu 6,50 – 6,67 – 6,83 = 6,63
9. Þorbjörn Hr. Matthíasson og Vaka frá Hólum 6,17 – 6,67 – 6,83 = 6,46
10.-11. Tryggvi Björnsson og Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 6,00 – 6,33 – 6,67 = 6,25
10.-11. Þorvar Þorsteinsson og Einir frá Ytri-Bægisá I 6,17 – 6,17 – 6,50 = 6,25
 

Fleiri myndir frá mótinu eru væntanlegar.